einnota_plast
Drekka vatn úr fjölnota umbúðum

Þegar við veljum að nota fjölnota umbúðir undir vatnið okkar getum við sleppt því alfarið að nota einnota plast. Mikið af fjölnota flöskum eru á markaðnum og eins má endurnýta gamlar flöskur undan safa eða sódavatni.

endurvinna
Nota bara fjölnota poka við innkaup

Hefðu Snorri Sturluson og Hallveig Ormsdóttir notað einnota plastpoka mætti þá enn finna í landfyllingum í Reykholti. Þegar við notum fjölnota poka komum við í veg fyrir að plastpokar safnist upp í náttúrunni.

fjolnota_pokar
Hætta að nota einnota plastvörur

Plast er framleitt úr olíu sem er jarðefnaeldsneyti, en bruni þess hefur í för með sér aukna losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið sem veldur loftslagsbreytingum. Af þessu sökum eru einnota plastvörur á borð við poka og umbúðir því sérlega óumhverfisvænn kostur, auk þess sem plast safnast fyrir og veldur skaða á náttúrunni.

plast_umbudir
Kaupa matvörur án umbúða þar sem það er hægt

Mikið af þeim umbúðum sem við notum eru óþarfi. Við getum t.d. minnkað plastnotkun með því að setja epli og appelsínur eða grænmeti beint í innkaupakörfuna, því við þvoum þau hvort sem er heima áður en þau eru borðuð. Einnig ættu framleiðendur að draga úr óþarfa einnota umbúðum.

plastagnir
Koma öllu plasti í endurvinnslu

Plast eyðist ekki í náttúrunni heldur brotnar niður í örplast. Ef það er ekki endurunnið endar það oftast í landfyllingum eða í sjónum þar sem það ógnar bæði dýrum og öðrum lífverum. Með því að endurvinna plast leggur þú þitt af mörkum í að draga úr plastmengun.

plastfloskur
Tína upp plast úr umhverfinu

Í hvert sinn sem þú tínir upp plastflösku eða plastpoka á víðavangi og kemur því í endurvinnslu, leggur þú þitt af mörkum til verndar náttúrunni. Plast í náttúrunni veldur dýrum og öðrum lífverum skaða.

ror
Nota taubleyjur

Barn sem notar að meðaltali fimm einnota bleyjur á sólarhring til þriggja og hálfs árs aldurs notar rúmlega 6.000 bleyjur um ævina! Það er ansi mikið af bleyjum. Á meðan þú ert að velta þessari staðreynd fyrir þér munu fleiri þúsundir einota bleyja vera settar í landfyllingar, og plastið í þeim verður til um ókomna tíð. Það er auðveldara en þú heldur að nota taubleyjur fyrir barnið þitt og kemst fljótt upp í vana. Því ekki að láta slag standa?

taubleyjur
Hætta að nota snyrtivörur sem innihalda örplast/plastagnir

Margar snyrtivörur, svo sem andlitsskrúbbar, tannkrem og sturtusápur, innihalda tugi þúsunda plastagna. Hver ögn er of lítil til að síast út í íslenskum fráveitukerfum og bætast þær því óhindrað við plastsúpuna í heimshöfunum. Örplastið sogar að sér eiturefni og örverur sem skaða sjávardýr og geta þannig líka endað á diskinum okkar.

tina_plast
Afþakka plaströr

Flest getum við alveg hugsað okkur lífið án einnota plaströra. Engu að síður notum við þau umhugsunarlaust – áður en við köstum þeim stuttu síðar í ruslið. Plaströr er bara notað í nokkrar mínútur en verður til um ókomna tíð. Daglega enda milljónir plaströra í ruslinu en önnur enda í nefjum saklausra dýra. Segjum „nei takk“ við plaströrum.


Landvernd kann að hafa samband við þátttakendur til að kynna starfsemi félagsins, fjáröflun eða verkefni félagsins.